Hlíðarvegur 1 580 Siglufjörður
Hlíðarvegur 1 , 580 Siglufjörður
Tilboð
Tegund Einbýli
StærÐ 182 m2
HERBERGI 9 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
2 5 4 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1943 46.550.000 21.900.000 0
Tegund Einbýli
StærÐ 182 m2
HERBERGI 9 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
2 5 4 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
1943 46.550.000 21.900.000 0

Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:
  
Sveit í kaupstað. 

Fallegt tvílyft einbýlishús á stórri, mjög gróinni og friðsælli tæplega 2.000 fm lóð við Hlíðarveg á Siglufirði. Húsið stendur beint ofan við kirkjuna með víðáttumiklu útsýni yfir bæinn, höfnina og út á fjörðinn.
Í húsinu er í dag rekin heimagisting (The Herring house). Að auki eru tvö vegleg gestahús á lóðinni. Heitur pottur, útisturta og hús til að hafa fataskipti. Húsið sjálft er 182,4 fm. Þar að auki eru nokkur útihús á lóðinni samtals um 62 fm.

Á lóðinni er glæsilegt listaverk (tröllið Stígur sem vegur 500kg) eftir listakonuna Aðalheiði Sigríði Eysteinsdóttur, (Öllu Siggu) sem fylgir eigninni. 

Lýsing eignar:
Neðri hæð:

Hæðin er með sérinngangi framan við húsið
Hæðin skiptist í fjögur svefnherbergi, baðherbergi með upphengdu salerni og flísalagðan gang þar sem er einnig bar borð/kaffiaðstaða með innréttingu. Hiti er í gólfum með sér hitastýringu í öllum rýmum.
Herbergi 1: tvö einstaklingsrúm, borð og harðparket á gólfi.
Herbergi 2: tvöfalt rúm, borðkrókur og harðparket á gólfi.
Herbergi 3: tvö einstaklingsrúm, borð og harðparket á gólfi.
Herbergi 4: tvöfalt rúm, borð og harðparket á gólfi, fatahengi og rými fyrir þriðja rúmið.

Efri hæð:
Gengið upp tröppur með húsinu upp a efri hæðina þar sem er einnig sér inngangur. Stór timburpallur framan við inngang, útihús úr timbri þar sem er innrétting og búr, ísskápur, þvottavél og þurrkari.
Forstofa: flísar á gólfi, fataskápur.
Setustofa/borðstofa: Stofur eru opnar við hol með víðáttumiklu útsýni, og gluggum í tvær áttir.
Eldhús: flísar á gólfi, innrétting upphafleg að hluta/endurnýjuð að hluta, stigi niður á neðri hæð hússins.
Rúmgott svefnherbergi með parketi á gólfi, fataskápar.
Baðherbergi: endurnýjað fyrir fáeinum árum, ljós innrétting undir vaski, sturtuklefinn með
hleðslugleri, gluggi, tengi fyrir þvottavél með innrétting ofan við vélar, salerni.
Tvö gestahús eru á lóðinni: Bæði eru með tvöföldu rúmi, baðherbergi, eldhúskrók og borðaðstöðu. Húsin eru bjálka timburhús, hituð með rafmagni og eru með hitaveitu vatni og köldu vatni. Harðparket á gólfum.
Við gestahúsin er útisturta, heitur pottur og útihús til að hafa fataskipti. Heiti potturinn er með tvöfaldri hitastýringu. Undir heita pottinum er rúmgóð steinsteypt upphituð tækjageymsla fyrir áhöld, tæki og sláttuvélar.

Mögulegt væri að byggja eina hæð ofaná húsið en nærliggjandi hús eru sum hver þrílyft.

Mögulegt er að fá eignina keypta með öllu innbúi og útihúsgögnum (utan persónulegra muna).  
Einnig er hægt að fá viðskiptavildina sem fólgin er í nafninu "The Herring house" - ásamt fylgihlutum af gistihúsinu sem þar er rekið í dag. 

Gistihúsið hefur fengið mjög lofsamlega dóma gegnum árin og topp einkunn og gestir hafa myndað tryggð við rekstaraðila.  

 Nánari upplýsingar um eignina og búnað sem getur fylgt henni eru veittar hjá fasteignasölum.

Afar vegleg og vel staðsett eign í hjarta Siglufjarðar, sem býður uppá mikla möguleika og mætti kalla sveit í bæ.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected]
Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / [email protected]
Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]


 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.