Langás - borgarfirði 0 311 Borgarnes
Langás - borgarfirði 0 , 311 Borgarnes
82.000.000 Kr.
Tegund Lóð
StærÐ 26000 m2
HERBERGI 0 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
0 0 0 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
0 0 6.230.000 0
Tegund Lóð
StærÐ 26000 m2
HERBERGI 0 herb.
Stofur Svefnherbergi Baðherbergi Inngangur
0 0 0 Sér
Byggingaár Brunabótamat Fasteignamat Áhvílandi
0 0 6.230.000 0

Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu:
 
Afar fallegt og vel staðsett 26 hektara skógi vaxið land úr landi Munaðarness

Lýsing eignar:
Um er að ræða 26 hektara skógi vaxið land úr landi Munaðarness í Borgarfirði. Þaðan er stutt í margar náttúruperlur og aðra afþreyingu.
Þar má nefna afslöppun í Giljaböðum eða Kraumu, ævintýraferðir í hraunhellinn Víðgelmi og íshellinn á Langjökli, Barnafossa og Hraunfossa.
Sundlaugar á Laugalandi, Kleppjárnsreykjum og í Borgarnesi og margt fleira skemmtilegt.
Einnig eru veitingastaðir t.d.á Varmalandi og í Hraunsnefi báðir í ca.10 mínútna fjarlægð. 
Golfvellir eru við Glanna og í Hamarslandi. Tíu mínútna akstur er að Glannavellinum, fimmtán mínútur á Hamarsvöll í Borgarnesi.

Veiðistaðir eru í næsta nágrenni, má þar nefna Norðurá og Gljúfrá og fleiri ár. Einnig vatnaveiði eins og t.d.í Hreðavatni og Langavatni.
Hestaleigur eru nokkrar þar sem hægt er að fara mislangar ferðir. Einnig bjóða nokkrar þeirra upp á námskeið fyrir börn og fullorðna. 

Á svæðinu voru trén sem sum hver voru fyrst gróðursett í kringum árið 1940. Þar má finna grenitré sem eru hátt í tíu metra há. Einnig eru þar stór furutré og mjög mikið af bæði gróðursettum trjám og sjálfsáðum. Náttúrulegt birki og mjög mikið berjaland bæði bláber og krækiber og jafnvel hrútaber.

Í dag er leyfi fyrir einu húsi á landinu en hugsanlega væri hægt að fá leyfi fyrir fleiri húsum og skipta því upp í minni einingar.

Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected]
Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / [email protected]
Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.