Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu: Falleg og vel skipulögð 4ra herbergja útsýnisíbúð á 2. hæð í góðu fimm íbúða húsi á mjög eftirsóttum stað við Straumsali í Kópavogi Eignin er 127,2 fm, þar af geymsla 8 fm.
Lýsing eignar:
Forstofa/hol: parket á gólfi, fataskápur.
Setustofa/borðstofa: mjög rúmgóð og björt stofa, viðarparket á gólfi, útgengi á stórar og skjólgóðar svalir með fallegu útsýni, timburflísar á svalagólfi.
Eldhús: hvít innrétting, flísalegt milli efri og neðri skápa, parket á gólfi, borðkrókur, tveir gluggar.
Hjónaherbergi: Rúmgott herbergi, parket á gólfi, fataskápar.
Svefnherbergi 2: rúmgott herbergi, parket á gólfi, fataskápur.
Svefnherbergi 3: einnig gott herbergi, parket á gólfi.
Baðherbergi: Flísar á veggjum og gólfi, hvít baðinnrétting, baðkar, sturtuklefi, gluggi.
Þvottahús: innan íbúðar, flísar á gólfi, skápur.
Rúmgóð
sérgeymsla (8fm) á jarðhæð fylgir íbúðinni. Einnig fylgir aðgangur að sameiginlegri
hjólageymslu.
Mjög góð og vel staðsett eign á fjölskylduvænum og rólegum stað í Salahverfinu í Kópavogi
Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected]
Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]