NÝLEGAR EIGNIR
Fiskislóð 61-65 101 Reykjavík
Fiskislóð 61-65
Atvinnuhúsnæði / 0 herb. / 2766 m2
Tilboð
Atvinnuhúsnæði
0 herb.
2766 m2
Tilboð
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir: Fasteignin að Fiskislóð 61-65, Reykjavík. Eignin er alls 2.791 m2. Húsið er í góðu ástandi og hefur fengið gott viðhald. Í dag er rekin fiskvinnsla í húsinu en fjölbreyttur atvinnurekstur er í næsta nágrenni og miklir möguleikar sem felast í eigninni. Afhending eignar yrði skv. samkomulagi við eiganda sem hefur alla eignina í notkun í dag. Fasteignin að Fiskislóð 61-65 er hluti af heildarhúsinu frá nr. 53-65 en húsið stendur á um 6753 m2 lóð. Alls er brúttóstærð hússins 4976 m2 og er brúttóstærð 61-65 samtals 2766 m2 eða um 56% af heildarhúsnæðinu. Húsið er vel staðsett á hafnarsvæði en fjölbreytt starfsemi er rekin í nánasta umhverfi. Gott athafnarsvæði umhverfis húsið og þá er fjöldi bílastæða. Húsið hefur fengið gott viðhald og er í góðu ástandi. Toppfiskur ehf. er eigandi hússins og er með starfsemi í öllu húsnæðinu. Er um að ræða fiskvinnslu og pökkun og uppfyllir húsnæðið stranga alþjóðlega staðla til matvælavinnslu. Skrifstofurhluti er um 200 m2 og er nýlega innréttað. Húsnæðið býður upp á fjölbreytta möguleika, hvort sem er fiskvinnlu, matvælavinnslu eða aðra starfsemi sem hefur verið að ryðja sér til rúms á svæðinu. Auðvelt er að skipta húsnæðinu upp í fleiri einingar, en að Fiskislóð 53-59 er m.a. rekin jógastöð, kaffishús og auglýsingastofa svo dæmi séu tekin. Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu hibyli@hibyli.is  
NÝLEGAR EIGNIR
Grenimelur 26 107 Reykjavík
Grenimelur 26
Hæð / 4 herb. / 133 m2
73.800.000Kr.
Hæð
4 herb.
133 m2
73.800.000Kr.
Opið hús: 23. ágúst 2017 kl. 17:15 til 17:45. Opið hús miðvikudaginn 23. ágúst frá kl 17:15 til 17:45 - Grenimelur 26, 107 Reykjavík. Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:  Glæsileg og mikið endurnýjuð neðri sérhæð í þríbýlishúsi á eftirsóttum stað á Melunum.  Stúdíóíbúð hefur verið innréttuð í bílskúrnum.  Nánari lýsing: Forstofa: Náttúruflísar á gólfi, innangengt niður í sameign. Stofur: Setustofa er opin við borðstofu, mjög rúmgóðar og bjartar, gegnheilt Kampala parket á gólfi lagt með fiskibeinamunstri, fallegur gólfsíður franskur gluggi . Eldhús: opið við borðstofu, hvít sprautulökkuð innrétting, vönduð eldhústæki, Opera gaseldavél. Niðurtekin loft með innfelldri lýsingu. Baðherbergi : Flísar á veggjum, gólfi og í lofti, hvít innrétting undir vaski og efri skápar, baðkar með sturtu, handlæðaofn. Hol : Framan við svefnherbergi eru hvítir fataskápar í holi. Hjónaherbergi : Rúmgott herbergi, parket á gólfi, miklir fataskápar. Svefnherbergi 1 : Gott herbergi með fataskápum. Svefnherbergi 2 : Einnig gott herbergi með fataskápum á tveimur veggjum. Unnt væri að taka hluta fataskápa til að auka gólfpláss. Fallegir loftlistar í stofum setja mikinn svip á íbúðina. Gegnheilt Kampala parket er öllum gólfum íbúðarinnar nema baðherbergi og forstofu sem eru flísalögð. Í kjallara fylgir íbúðinni góð geymsla með glugga. Aðgangur að sameinlegu þvottahúsi. Stúdíóíbúð : Komið inn í alrými, eldhús með harðplast innréttingu er opið við alrými, baðherbergi með sturtu og glugga. Steypt og flotað gólf. Húsið var múrviðgert og endursteinað fyrir fáeinum árum. Virkilega falleg eign á frábærum stað. Stutt í skóla, leikskóla og íþróttasvæði KR, göngufæri við miðborgina og Háskóla Íslands. Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu hibyli@hibyli.is
NÝLEGAR EIGNIR
Frostaskjól 9B 107 Reykjavík
Frostaskjól 9B
Raðhús / 9 herb. / 274 m2
Tilboð
Raðhús
9 herb.
274 m2
Tilboð
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:   Afar glæsilegt, vandað og vel skipulagt raðhús með innbyggðum bílskúr á góðum og fjölskylduvænum stað við Frostaskjól í Vesturbænum. Lýsing eignar: Rúmgóð forstofa með fataskápum, innangengt í stóran bílskúr. Gestasnyrting : Gengið í hana úr forstofu, upphengt salerni, granít á gólfi, góð innrétting. Setustofa , borðstofa og eldhús eru í opnu björtu rými með gólfsíðum gluggum, útgengi í skjólgóðan suðurgarð með timburpalli og steyptum skjólveggjum. Fallegur gólfsíður arinn með náttúruflísum framan við. Loft eru niðurtekin með innfelldri lýsingu. Granít flísar eru á gólfum hæðarinnar. Eldhús:  innrétting er hvít sprautulökkuð og úr hnotu, ísskápur og uppþvottavél innfelld í innréttingu, eldunareyja með granít borðplötu sem skilur að eldhús og hol, unnt að sitja við eyjuna.  Gengið upp upp á efri hæð hússins um steyptan og parketlagðan stiga. Þar eru 4 svefnherbergi, baðherbergi og sjónvarpshol. Loftgluggi ofan við stiga sem gefur góða birtu. Hjónaherbergi : Rúmgott herbergi með útgengi á suðursvalir, innangengt í fataherbergi með vönduðum innréttingum. Baðherbergi : inn af fataherbergi, granítflísar á veggjum og gólfi, baðkar með innfelldri lýsingu, stór flísalögð sturta, upphengt salerni, innrétting undir vaski og efri skápar. Einnig er gengið inn í baðherberið úr holi efri hæðar. Massíft og vandað eikar plankaparet á allri efri hæðinni nema baðherberbergi en þar er granít.  Þrjú rúmgóð barnaherbergi með innbyggðum skápum og góðum innréttingum og hillum. Gengið úr holi niður í kjallara sem er undir öllu húsinu.  Komið í stórt og opið rými sem hefur verið nýtt sem fjölskylduherbergi. Stórt svefnherbergi með glugga, teppi á gólfum. Stórt og vandað baðherbergi með granítflísum í hólf og gólf, upphengt salerni, stór tvöföld sturta aðskilin frá fremri hluta baðherbergis.  Skúffueining úr eik er undir baðvaski. Stórt rými undir bílskúr þar sem er þvottahús og geymsla . Bílskúr: rúmgóður bílskúr, hiti, rafmagn og rennandi vatn, góðar skápainnréttingar. Gólfhitalagnir eru í öllu húsinu og forhitari er á vatninu. Allt rafkerfi hússins er afar vandað og með stýringum á ljósum o.fl. Tvö bílastæði framan við húsið, snjóbræðsla í stéttum. Allar innréttingar og innra skipulag hússins er hannað af Rut Káradóttur. Allar innréttingar og hurðir í húsinu eru sérsmíðaðar og afar vandaðar og glæsilegar, þær eru sprautulakkaðar hvítar að hluta og úr hnotu. Frábær staðsetning í barnvænu umhverfi, stutt í skóla og leikskóla, verslun, þjónustu og íþróttasvæði KR. Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu hibyli@hibyli.is Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515
NÝLEGAR EIGNIR
Barónsstígur 65 101 Reykjavík
Barónsstígur 65
Fjölbýli / 5 herb. / 111 m2
53.500.000Kr.
Fjölbýli
5 herb.
111 m2
53.500.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:   Glæsileg og mikið endurnýjuð íbúð á efstu hæð með miklu útsýni, á eftirsóttum stað við Skólavörðuholtið. Lýsing eignar: Forstofa/hol: Innfelldar bókahillur , innst á gangi er   skápur með fatahengi og hillum, þar er hleri með aðgengi upp á geymsluloft sem er yfir íbúðinni,  Eldhús/borðstofa : Nýlega endurnýjuð lökkuð innrétting, færanleg skápaeining á hjólum, tveir gluggar, gott borðpláss, útgengi á suðvestur svalir , flísalagt við svalahurð. Setustofa : Rúmgóð setustofa með fallegu útsýni, færanleg eining sem lokar setustofuna af frá borðstofu/eldhúsi. Hjónaherbergi : Mjög rúmgott herbergi sem var áður tvö barnaherbergi, fatahengi. Barnaherbergi : Stórt barnaherbergi, væri hægt að opna úr þessu herbergi inn í stofu íbúðarinnar, parket flæðir undir léttan vegg/ vængjahurðir með frönskum gluggum. Baðherbergi : Flísar á veggjum og gólfi, hvít innrétting, upphengt salerni, gluggi. Skápur framan við baðherbergi. Nýlagt eikarparket er á allri íbúðinni nema baðherbergi sem er flísalagt. Í kjallara fylgir parketlagt íbúðarherbergi með aðgangi að sameiginlegri snyrtingu. Herbergið hentar til útleigu og gefur ágæta tekjumöguleika. Einnig er  sérgeymsla í kjallara.  Útigeymsla: köld geymsla í útiskúr fylgir íbúðinni, þakið á skúrnum hefur verið endurnýjað. Sameiginlegt þvottahús í kjallara, hver íbúð með tengi. Stigahús og sameign er snyrtileg, stigagangur málaður 2016, Skolp- og frárennslislagnir í kjallara  fóðraðar og skipt um að hluta sumarið 2015. Raflagnir og rafmagnstafla í íbúð og sameign endurnýjað fyrir um 10 árum.  Afar falleg íbúð á góðum stað, stutt í verslun, þjónustu, Sundhöll Reykjavíkur og allt það sem miðborgin hefur uppá að bjóða. Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu hibyli@hibyli.is
NÝLEGAR EIGNIR
Víðimelur 48 107 Reykjavík
Víðimelur 48
Hæð / 3 herb. / 83 m2
45.500.000Kr.
Hæð
3 herb.
83 m2
45.500.000Kr.
Híbýli fasteignasala, s. 585-8800 kynnir: Mjög góð og talsvert endurnýjuð 3ja herbergja efri hæð í þríbýlishúsi á vinsælum í stað í Vesturbænum. Nánari lýsing: Forstofa/hol : Komið inn á sameignlega forstofu, gengið upp á efri hæðina um steyptan, teppalagðan stiga. komið í forstofu framan við íbúðina, gluggi, fatahengi. Hol/gangur : Inngangur þaðan í öll rými íbúðarinnar og einnig er aðgangur þaðan upp á geymsluloft yfir íbúð, parket á gólfi. Eldhús : opið við hol, ljós viðarinnrétting, parket á gólfi, borðkrókur, gluggi. Stofa : er rúmgóð, parket á gólfi, suðursvalir þar útaf, horngluggi. Hjónaherbergi : Mjög rúmgott, nýlegir fataskápar, parket á gólfi. Baðherbergi : Endurnýjað fyrir nokkrum árum, flísar á gólfi og veggjum, sprautulökkuð innrétting, upphengt salerni, handklæðaofn, baðkar. Svefnherbergi : Við hlið stofu, væri unnt að opna á milli inn í stofuna, parket á gólfi. Gróinn og sólríkur suðurgarður. Sameiginlegt þvottahús í kjallara og sérgeymsla fylgir íbúðinni. Góð staðsetning í göngufæri við miðborgina. Stutt í Mela- og Hagaskóla og Háskóla Íslands.  Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða hibyli@hibyli.is
NÝLEGAR EIGNIR
Álfheimar 38 104 Reykjavík
Álfheimar 38
Fjölbýli / 4 herb. / 92 m2
42.000.000Kr.
Fjölbýli
4 herb.
92 m2
42.000.000Kr.
Eignin er seld og er í fjármögnunarferli Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir: Falleg og björt 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýlishúsi á eftirsóttum og fjölskylduvænum stað í Álfheimum. Lýsing eignar: Komið inn í bjart og rúmgott hol sem tengir saman rými íbúðarinnar, parket á gólfi. Eldhús : Endurnýjuð innrétting að hluta, parket á gólfi, stálborðplötur, borðkrókur, gluggi. Setustofa : Rúmgóð stofa með stórum suðurgluggum, parket á gólfi. Hjónaherbergi með fataskápum, svalir þar útaf í suðvestur. Barnaherbergi 1 : Gott herbergi með parketi á gólfi. Barnaherbergi 2 : Minna herbergi með parketi á gólfi, er í dag nýtt sem fataherbergi.  Baðherbergi:  Málaðar flísar, baðkar, innrétting undir vaski og á vegg. Ljóst birkiparket á allri íbúðinni nema á baðherbergi sem er flísalagt. Í kjallara er geymsla, sameiginlegt þvottahús og vagna- og hjólageymsla. Húsið var múrviðgert og málað fyrir fáeinum árum.  Frárennslislagnir hússins hafa verið endurnýjaðar. Verið er að klára endurbætur á þaki hússins. S.l. haust var stigangangur málaður og teppalagður og settir nýir eikar handlistar á innihandrið. Mjög góð eign á eftirsóttum stað í Heimahverfinu. Stutt í grunnskóla, leikskóla, Menntaskólann við Sund og verslunarmiðstöðina í Glæsibæ, en þar er læknamiðstöð.  Stutt í alhliða íþróttaiðkun og göngufæri við Skeifuna. Laugardalurinn og fallegir göngustígar í næsta nágrenni. Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu hibyli@hibyli.is 
NÝLEGAR EIGNIR
Kárastígur 11 101 Reykjavík
Kárastígur 11
Fjölbýli / 3 herb. / 66 m2
37.900.000Kr.
Fjölbýli
3 herb.
66 m2
37.900.000Kr.
Híbýli fasteignasala, s. 585-8800 kynnir: Mjög góð 3ja herb. 66,2 fm íbúð á jarðhæð í  þríbýlishúsi við Kárastíg. Íbúðin skiptist í tvö svefnherbergi, stofu, eldhús og baðherbergi. Nánari lýsing: Sameignleg forstofa, flísar á gólfi. Komið inn í lítinn gang, þaðan er gengið inn í íbúðina. Komið inn í eldhús , beykiinnrétting, flísar á gólfi, gluggi. Úr eldhúsi er opið inn í stofu , furugólfborð, stór gluggi. Svefnherbergi inn af stofu, furugólfborð. Annað svefnherbergi inn af eldhúsi, furugólfborð. Baðherbergi , flísalagður sturtuklefi, gluggi, flísar á gólfi. Þvottaaðstaða í geymslu undir innistiga. Útigeymsla fylgir íbúðinni.  Góður og sólríkur bakgarður, timburpallur aftan við íbúðina.  Frábær staðsetning efst við Skólavörðustíginn. Öll verslun og þjónusta í næsta nágrenni. Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða hibyli@hibyli.is
NÝLEGAR EIGNIR
Norðurtún 23 225 Álftanes
Norðurtún 23
Einbýli / 8 herb. / 192 m2
78.000.000Kr.
Einbýli
8 herb.
192 m2
78.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir: Fallegt, bjart og vel skipulagt einlyft 192, 2 fm einbýlishús auk rislofts og bílskúrs. Sérlega fallega lóð og gróinn garður, á góðum og fjölskylduvænum stað við Norðurtún á Álftanesi (nú Garðabær). Aðalhæð hússins er 139,5 fm, bílskúr er 31,3 fm og risloft er skráð 21,4 fm en er mun stærra að gólffleti þannig að húsið er rúml 200 fm og stendur á 900 fm eignarlóð innarlega í botnlagna. Lýsing eignar: Forstofa : Flísar á gólfi, fatahengi, gengið þaðan inn í bjart hol með flísum á gólfi, fataskápur, holið er opið við stofu og eldhús, útgangur þaðan út í skjólgóðan suðurgarð og verönd með steyptum potti og fallegum trjágróðri. Eldhús : Eikarinnrétting, parket á gólfi, borðkrókur tveir stórir gluggar. Innaf eldhúsi er þvottahús , flísar á gólfi, góð innrétting. Útgengi út á lóð til norðurs frá þvottahúsi. Stofur : Gengið upp tvö þrep í stóra stofu með arinn og stórum gluggum. Parket á gólfi.  Úr holi er gengið inn í flísalagða svefnálmu, þar eru þrjú herbergi og baðherbergi.   Svefnherbergi : Tvö barnaherbergi á hægri hönd þegar komið er inn á svefngang, skápar í stærra herbergi, parket á herbergjum, væri unnt að sameina þau og gera að einu stóru herbergi.  Hjónaherbergi : Gott herbergi, nýlegir fataskápar, parket á gólfi. Baðherbergi : Flísar á veggjum, flísar á gólfi, baðkar og sturtuklefi, innrétting undir vaski. Risloft : Gengið upp um hringstiga með viðarþrepum upp á risloft, þar eru þrjú rúmgóð svefnherbergi, parket á gólfum, loft eru viðarklædd, þakgluggar, þarf að skipta um gler. Á rislofti er sér geymsluherbergi. Bílskúr : Rúmgóður, inngönguhurð við hlið bílskúrshurðar. Geymsluloft yfir hluta hússins með aðgengi úr þvottahúsi. Sérlega fallegur og gróinn garður. Lóð hússins er teiknuð og hönnuð af Stanislav Bohic, landslagsarkitekt.  Stór hellulögð verönd með útiljósum og steinsteyptum potti. Stutt í skóla, leikskóla og sundlaug, fallegar gönguleiðir og fjaran á næsta leyti. Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu hibyli@hibyli.is
NÝLEGAR EIGNIR
Grandavegur 47 107 Reykjavík
Grandavegur 47
Fjölbýli / 2 herb. / 65 m2
37.500.000Kr.
Fjölbýli
2 herb.
65 m2
37.500.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir: Falleg og rúmgóð 2ja herbergja íbúð á 3. hæð með skjólgóðum suðursvölum í góðu og eftirsóttu fjölbýlishúsi fyrir 60 ára og eldri í vesturbæ Reykjavíkur. Lýsing eignar: Forstofa: Parket á gólfi, fataskápur. Eldhús: Korkflísar á gólfi, viðarinnrétting, borðkrókur, gluggi. Þar inn af er þvottahús með dúk á gólfi, hillum á vegg, glugga. Stofa: Björt og rúmgóð  setustofa með gluggum á tvo vegu, útgengi á skjólgóðar suðursvalir . Svefnherbergi: Rúmgott herbergi, korkflísar á gólfi, fataskápar.  Íbúðin er skráð 65,8 fm, þar að auki fylgir geymsla í kjallara sem er ekki skráð í birta fermetratölu eignarinnar. Afar gott og eftirsótt fjölbýlishús eldri borgara, mjög snyrtileg og góð sameign, m.a. sameiginlegur veislusalur á efstu hæð með fallegu útsýni í allar áttir. Einnig er í sameign heitur pottur, æfingatæki og sauna á neðstu hæðinni. Tveir inngangar eru í húsið, þ.e. sjávarmegin og einnig að sunnanverðu, einnig eru þar tvær lyftur. Húsvörður er búsettur í húsinu og sinnir daglegum verkefnum og liðsinnir ibúum þess. Í húsinu er rekin hágreiðslustofa. Gróinn og fallegur garður. Stutt í þjónustumiðstöðina við Aflagranda 40, sem rekin er á vegum Reykjavíkurborgar þar er boðið er upp á fjölbreytt starf og þjónustu. http://reykjavik.is/stadir/felagsmidstodin-vesturreitir Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu hibyli@hibyli.is
NÝLEGAR EIGNIR
Danmörk, mön / hjelmvej 20 999 Óþekkt
Danmörk, mön / hjelmvej 20
Einbýli / 7 herb. / 357 m2
34.900.000Kr.
Einbýli
7 herb.
357 m2
34.900.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir til sölu: Stór eign/býli, sem nýtist bæði sem íbúðarhúsnæði og húsnæði til atvinnureksturs.  Frábært tækifæri til að samtvinna fjölbreyttan atvinnurekstur og eigið heimili. Býlið er staðsett á eyjunni Mön sunnan við Sjáland í Danmörku, í u.þ.b. 130 km fjarlægð frá Kaupmannahöfn. Býlið er í 1.5 km fjarlægð frá strönd og jafnframt í skjóli frá bílaumferð, staðurinn er ofaní laut og umkringdur góðum trjávegg sem skýlir fyrir veðri og vindum. Býlið er byggt árið 1860 á danska vísu í ferningslaga formi umhverfis húsagarð. Eignin telur 2 íbúðir, stóran sal, skrifstofu og stórar áfastar byggingar sem bjóða upp á margvíslega möguleika til atvinnureksturs. Að auki eru u.þ.b. 200 fermetrar ónýttir í einu horni byggingarsamstæðunnar og möguleikar á að innrétta ris (há lofthæð).  Býlið stendur á stóru eignarlandi (1.48 hektarar/ 14.800 fm) í friðsælu umhverfi í sveit og í aðeins 1.5 km fjarlægð frá strönd á eyjunni Mön í Danmörku. Mön er einn vinsælasti ferðamannastaður Danmerkur og er e.t.v. einna þekktust fyrir hvíta krítarkletta sína (Möns Klint), og fallegar strendur. Býlið skiptist með eftirfarandi hætti: Aðalíbúðarhús: 145 fm Konsertsalur: 125 fm, þar af 25 fm svalir Skrifstofurými 12 fm Auka íbúð: 75 fm Hesthús: 270 fm Bílskúr: 300 fm Ónýttir hlutar: 200 fm Lýsing eignar: Aðalíbúðarhúsið sem hefur verið gert upp er 145 fm. Á jarðhæð eru tvær rúmgóðar stofur, eldhús, eitt svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, lítið búr, og geymsla. Á efrihæð undir súð (góð lofthæð) er stórt svefnherbergi. Íbúðin er sérstaklega falleg og rúmgóð og umhverfið einstakt með útgangi úr stofu og borðstofu út í fallegan garðinn. Í nýlega uppgerðum (2006) hluta eignarinnar er fullbúinn og glæsilegur konsertsalur (Soloperasalen) með frábærum hljómburði. Stórar svalir eru yfir hluta salarins sem hægt er að nýta á ýmsan hátt. Stærð salarins og svalanna er 125 fm (þar af svalirnar 25 fm).  Á milli konsertsalarins og nýinnréttuðu auka íbúðarinnar er skemmtilega hannað skrifstofurými, 12 fm.  Nýinnréttuð (2013) og fullbúin íbúð á jarðhæð. Stofa með eldhúsi, baðherbergi og á efri hæð eru tvö góð herbergi heildarstærð 75 fm. Hluti af neðri hæðinni er með lofthæð upp í rjáfur sem gefur íbúðinni fallega birtu og hinn óvenjulegi stíll með terracotta flísum og skemmtilegri notkun á gömlum trjábolum og trévinnu fær að njóta sín. Öll vinna á nýuppgerðum hluta eignarinnar er fyrsta flokks og býður uppá margvíslega nýtingu. 300 fm. stór skemma og 270 ferm stórt hesthús eru áföst við eignina þar sem búið er að gera upp búgarðinn. Auk þess er stór hluti hússins eða u.þ.b. 200 fm. enn óinnréttaður og býður upp á uppbyggingu sem nýta mætti í margvíslegum tilgangi. Möguleikar á atvinnurekstri á þessari eign eru margir. Salurinn einn og sér býður upp á alls kyns uppfærslur t.d. tónlistarflutning og/eða aðra listviðburði s.s. myndlistarsýningar, námskeið, jóga, dans o.s.frv. Æfingabúðir fyrir listamenn væri kjörið á stað sem þessum og eins upptökur á tónlist í kyrrðinni sem þarna ríkir. Rýmið allt er mjög hentugt fyrir vinnubúðir, fyrirtækjavinnufundi og skrifstofurýmið hentar fyrir ritstöf, rannsóknarstörf, þýðingarstörf, og fl.og fl. Hægt er að reka þarna listaakademiú og er staðurinn og umhverfið einstaklega heppilegt til slíkra nota. Skemman og hesthúsið býður t.d upp á vinnuaðstöðu fyrir myndlistarmenn og myndhöggvara. Eins væri hægt að innrétta hesthúsið fyrir gistirými með tilliti til ferðaþjónustu. Þá eru líka miklir möguleikar á að leigja út litlu íbúðina fyrir ferðamennn þar sem þessi eyja er ferðamannaparadís, eða leigja hana út á frjálsum markaði. Áhvílandi lán eignarinnar sem kaupendur gætu tekið yfir eru á góðum kjörum. Nánari upplýsingar hjá Híbýli fasteignasölu. Eigninni fylgir rétt tæplega 1.5 hektara svæði.  Húsagarður, mjög stórt bílastæði sem áður var notað sem reiðvöllur, 2 stórir akrar, grasblettir utanmeð íbúðarlengjunni, jurtagarður og lítil tjörn umkringd trjám.  Fyrir utan mörg falleg tré, háar aspir, hlyn, háa beykirunna, grenitré, gullregn, stokkrósir, rhodendron runna, páskaliljur og túlípana, rósir og önnur blóm, vex á jörðinni ógrynni af ávöxtum og hægt að vera með stóran grænmetisgarð ásamt jurtum.  Í augnablikinu vex villt klettasalat, steinselja, piparmynta, oregano, graslaukur, hvítlaukur, lavendel, sítrónumelissa, 8 sortir af eplum, mirabellur, plómur, 3 sortir af kirsuberjum, perur, sólber, stikkilsber, vínber, rabbabari og margt fleira.  Garðarnir eru fullir af ríku fuglalífi, ma. fasönum sem spígspora um garðinn, ógrynni af fiðrildum, villtum dádýrum, hérum og broddgöltum Hér er á ferðinni einstakt tækifæri í algjörri paradís sem býður uppá óþrjótandi möguleika fyrir öflugt og duglegt fólk.  Verð: 34,9 milljónir ISK. / ca. 2,2 milljónir DKK Nánari upplýsingar um eignina á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða olafur@hibyli.is

Ertu í söluhugleiðingum?

Fáðu ráðgjöf hjá löggiltum fasteignasölum, skráðu þínar upplýsingar hér fyrir neðan og við höfum samband.

Takk fyrir skráninguna

NÝLEGAR EIGNIR

Fiskislóð 61-65 101 Reykjavík
Fiskislóð 61-65
Atvinnuhúsnæði / 0 herb. / 2766 m2
Tilboð
Atvinnuhúsnæði
0 herb.
2766 m2
Tilboð
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir: Fasteignin að Fiskislóð 61-65, Reykjavík. Eignin er alls 2.791...
Grenimelur 26 107 Reykjavík
Grenimelur 26
Hæð / 4 herb. / 133 m2
73.800.000Kr.
Hæð
4 herb.
133 m2
73.800.000Kr.
Opið hús: 23. ágúst 2017 kl. 17:15 til 17:45. Opið hús miðvikudaginn 23. ágúst frá kl 17:15 til 17:45...
Frostaskjól 9B 107 Reykjavík
Frostaskjól 9B
Raðhús / 9 herb. / 274 m2
Tilboð
Raðhús
9 herb.
274 m2
Tilboð
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:   Afar glæsilegt, vandað og vel skipulagt raðhús með...
Barónsstígur 65 101 Reykjavík
Barónsstígur 65
Fjölbýli / 5 herb. / 111 m2
53.500.000Kr.
Fjölbýli
5 herb.
111 m2
53.500.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:   Glæsileg og mikið endurnýjuð íbúð á efstu hæð með...
Víðimelur 48 107 Reykjavík
Víðimelur 48
Hæð / 3 herb. / 83 m2
45.500.000Kr.
Hæð
3 herb.
83 m2
45.500.000Kr.
Híbýli fasteignasala, s. 585-8800 kynnir: Mjög góð og talsvert endurnýjuð 3ja herbergja efri hæð í...
Álfheimar 38 104 Reykjavík
Álfheimar 38
Fjölbýli / 4 herb. / 92 m2
42.000.000Kr.
Fjölbýli
4 herb.
92 m2
42.000.000Kr.
Eignin er seld og er í fjármögnunarferli Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir: Falleg og björt 4ra...
Kárastígur 11 101 Reykjavík
Kárastígur 11
Fjölbýli / 3 herb. / 66 m2
37.900.000Kr.
Fjölbýli
3 herb.
66 m2
37.900.000Kr.
Híbýli fasteignasala, s. 585-8800 kynnir: Mjög góð 3ja herb. 66,2 fm íbúð á jarðhæð í...
Norðurtún 23 225 Álftanes
Norðurtún 23
Einbýli / 8 herb. / 192 m2
78.000.000Kr.
Einbýli
8 herb.
192 m2
78.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir: Fallegt, bjart og vel skipulagt einlyft 192, 2 fm einbýlishús auk...

OPIN HÚS

Opið hús: 23. ágúst frá kl: 17:15 til 17:45
Grenimelur 26
107 Reykjavík
Hæð 4 herb. 133 m2 73.800.000 Kr.
Opið hús: 23. ágúst 2017 kl. 17:15 til 17:45. Opið hús miðvikudaginn 23. ágúst frá kl 17:15 til 17:45 - Grenimelur 26, 107 Reykjavík. Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:  Glæsileg og mikið endurnýjuð neðri sérhæð í þríbýlishúsi á eftirsóttum stað á Melunum.  Stúdíóíbúð hefur verið innréttuð í bílskúrnum.  Nánari lýsing: Forstofa: Náttúruflísar á gólfi, innangengt niður í sameign. Stofur: Setustofa er opin við borðstofu, mjög rúmgóðar og bjartar, gegnheilt Kampala parket á gólfi lagt með fiskibeinamunstri, fallegur gólfsíður franskur gluggi . Eldhús: opið við borðstofu, hvít sprautulökkuð...

STARFSMENN

Ingibjörg Þórðardóttir
Löggiltur fasteignasali
Björg Ágústsdóttir
Skrifstofa/bókhald
Ólafur Már Ólafsson
Löggiltur fasteignasali / Viðskiptafræðingur M.Sc.
Þórður S. Ólafsson
Löggiltur fasteignasali