NÝLEGAR EIGNIR
Bollagarðar 119 170 Seltjarnarnes
Bollagarðar 119
Einbýli / 8 herb. / 250 m2
230.000.000Kr.
Einbýli
8 herb.
250 m2
230.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:     Afar glæsilegt og vel skipulagt einbýlishús á tveimur hæðum á mjög eftirsóttum stað innarlega í Bollagörðum á Seltjarnarnesi. Fallega hannað og bjart hús með stórum gluggum, tvöfaldri innkeyrslu og innbyggðum bílskúr. Húsinu hefur verið haldið vel við í gegnum árin af núverandi eigendum sem byggðu húsið. Arkitektar hússins eru Guðni Pálsson og Dagný Helgadóttir. Bókið skoðun hjá Ólafi M. Ólafssyni löggiltum fasteignasala í síma 865-8515 / [email protected] Lýsing eignar: Forstofa : Rúmgóð með flísum á gólfi, miklir fataskápar. Gestasalerni : Við forstofu, flísar á gólfi og veggjum, hvítur skápur undir vaski, upphengt salerni, gluggi.  Eldhús : Hvít upphafleg viðarinnrétting með góðu skápa og vinnuplássi, granítborðplötur, gegnheilt parket á gólfi, borðkrókur, gluggi. Við eldhús er útgengt á viðarpall á lóðinni til austurs. Setustofa : Mjög opin, rúmgóð og björt, gegnheilt parket á gólfi, aukin lofthæð að hluta, stórir gluggar sem gefa mikla birtu. Sólskáli er við setustofu, massíft parket á gólfi. Borðstofa : Milli eldhúss og setustofu, gegnheilt parket á gólfi, innfelld lýsing í loftum, útgengt um tvöfalda svalahurð út í garðinn til suðurs. Þvottahús : Við eldhús, rúmgott þvottahús með góðum innréttingum og tengjum fyrir vélar í hentugri vinnuhæð. Úr þvottahúsi er einnig útgengt á lóðina. Gengið um stálstiga með parketlögðum gegnheilum mahony viðarþrepum upp á efri hæð hússins, stór gluggi við stiga sem nær frá gólfi upp í mæni hússins og setur mikinn og fallegan svip á rýmið. Á efri hæðinni eru fimm svefnherbergi, sjónvarpsstofa og baðherbergi. Við stigapallinn er mjög rúmgóð sjónvarpsstofa , parket á gólfi, svalir sem vísa niður í sólstofuna á neðri hæð. Svefnherbergi 1 . Gott hjónaherbergi, parket á gólfi, fataskápar, útsýni út á sjóinn til norðurs. Svefnherbergi 2 : Rúmgott barnaherbergi, parket á gólfi, fataskápur. Svefnherbergi 3 : Gott barnaherbergi, parket á gólfi, fataskápur. Svefnherbergi 4 : Barnaherbergi sem er að hluta undir súð, parket á gólfi, nýtt sem fataherbergi í dag. Svefnherbergi 5 : Barnaherbergi, parket á gólfi, fataskápur. Baðherbergi : Mjög rúmgott baðherbergi með gólfhita, flísar á veggjum og gólfi, hvít innrétting undir vaski, veggskápur, sturtuklefi, baðkar, upphengt salerni, gluggi. Parketið á gólfum hússins er gegnheilt jatoba viðarparket.   Úr forstofu er innangengt í rúmgóðan bílskúr sem er innbyggður í húsið. Hiti, rafmagn og rennandi vatn eru í bílskúrnum. Hvít bílskúrshurð með rafmagnsopnun. Einnig er hefðbundin inngönguhurð í bílskúrinn við húsið norðanmegin við hlið aðalinngangsins í húsið. Lóðin umhverfis húsið er afar vel hirt, gróin og skjólsæl. Timburpallar að hluta austan og sunnan við húsið, hellulagt að hluta og tyrft að hluta. Heitur pottur sunnan við húsið með tréverki í kringum, útihús þar við hliðina með sturtuaðstöðu. Skjólveggir sem skýla suðurgarði/heitum potti frá bílastæðinu og götunni. Geymsluhús er austan við húsið, mjög hentug geymsla fyrir grill, garðháhöld og ýmislegt fleira. Yfirbyggt sorptunnuskýli er fyrir innan innkeyrsluna við hlið hússins.  Viðhald/endurbætur 2024 Skipt um þakjárn og þakpappa undir járni. 2024 Skipt um þakgler í garðskála og nokkrar aðrar rúður 2022 Settur upp heitur pottur og byggð búningsaðstaða með sturtu og verönd þar í kring. 2021 Gler endurnýjað yfir anddyri. 2018 Stóru gluggarnir sem ganga niður báðu megin húss endurnýjaðir Afar falleg og vönduð eign á eftirsóttum stað á Seltjarnarnesi - stutt í alla helstu verslun og þjónustu, skóla og heilsugæslu.  Stutt í fallegar gönguleiðir og útivistarsvæði við sjóinn - golfklúbbur Ness í allra næsta nágrenni. Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected] Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / [email protected]
NÝLEGAR EIGNIR
Vatnsstígur 14 101 Reykjavík
Vatnsstígur 14
Fjölbýli / 4 herb. / 127 m2
130.000.000Kr.
Fjölbýli
4 herb.
127 m2
130.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu:     Afar falleg og vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á 6. hæð í lyftuhúsi á eftirsóttum stað í Skugganum við Vatnsstíg 14 í miðborg Reykjavíkur. Íbúðinni fylgir sérmerkt bílastæði í lokuðum bílakjallara undir húsinu. Eignin er 127,4 fm (þar af geymsla 8,1 fm) Bókið skoðun Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / [email protected] Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected] Lýsing eignar: Forstofa : Parket á gólfi, fataskápar.  Setustofa : Rúmgóð og björt, parket á gólfi, gólfsíðir gluggar með fallegu útsýni útá sjóinn og að Esjunni, fallegur arinn í stofu, flísar við arininn. Borðstofa : Opin við setustofu, parket á gólfi, hálf opin við eldhús. Eldhús : Flísar á gólfi, hvít spratulökkuð innrétting, granít á borðum, gluggi milli efri og neðri skápa. vönduð tæki.  Svefnherbergi 1 : Rúmgott hjónaherbergi, parket á gólfi, miklir fataskápar úr eik. Gólfsíður gluggi með útsýni. Svefnherbergi 2 : Gott herbergi, parket á gólfi, tvöfaldur fataskápur.  Baðherbergi 1 : Gengið í það úr hjónaherbergi. Flísar á veggjum og gólfi, hvít innrétting undir vaski, efri speglaskápar, upphengt salerni, baðkar.  Baðherbergi 2 : Flísar á veggjum og gólfi, rúmgóður flísalagður sturtuklefi með glerhlið sem gengið er slétt inn í, vegginnfelld blöndunartæki í sturtunni, upphengt salerni, handklæðaofn.  Þvottahús : Innan íbúðar, flísar á gólfi, hvít innrétting og skápar, skolvaskur. Geymsla. Góð geymsla (8,1 fm) í kjallara með aukinni lofthæð. Sérmerkt bílastæði í sameiginlegum bílakjallara fylgir íbúðinni, og er það á sömu hæð og geymslan. Íbúðinni fylgir einnig aðgangur að sameiginlegri hjólageymslu í kjallara. Íbúðin getur verið laus til afhendingar fljótlega. Afar glæsileg og vönduð íbúð á eftirsóttum stað í miðborginni - örstutt í alla helstu verslun og þjónustu - göngufæri við Hörpuna, Þjóðleikhúsið og fjölmargt annað sem miðborgin hefur uppá að bjóða.  Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / [email protected] Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]
NÝLEGAR EIGNIR
Gnípuheiði 7 200 Kópavogur
Gnípuheiði 7
Fjölbýli / 3 herb. / 80 m2
72.500.000Kr.
Fjölbýli
3 herb.
80 m2
72.500.000Kr.
Opið hús: 27. janúar 2025 kl. 16:30 til 17:15. Opið hús mánudaginn 27. janúar frá kl 16:30 til 17:15 - Gnípuheiði 7, 200 Kópavogur - íbúð 0101  Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir: Falleg, björt og mjög mikið endurnýjuð 3ja herbergja íbúð með sérinngangi í góðu fjölbýlishúsi við Gnípuheiði í Kópavogi Afgirtur og skjólgóður timburpallur sem snýr í suður er við íbúðina. Fallegt útsýni yfir Kópavog til suðurs og að Bláfjöllum er úr íbúðinni. Lýsing eignar: Forstofa : Harðparket á gólfi, fataskápur. Setustofa : Rúmgóð og björt stofa, harðparket á gólfi, útgengt á skjólgóðan timburpall með sérafnotarétti sem snýr í suður, heitur pottur. Eldhús : Nýlega endurnýjað, hvít innrétting, mikið skápa og vinnupláss, eldunareyja sem unnt er að sitja við, harðparket á gólfi, gluggi. Hjónaherbergi : Rúmgott herbergi, harðparket á gólfi, fataskápar. Barnaherbergi : Gott herbergi, harðparket á gólfi, fataskápur. Baðherbergi : Nýlega endurnýjað, flísar á gólfi, flísalagður sturtuklefi með glerhlið sem gengið er slétt inní, hvít innrétting undir vaski og skápur, upphengt salerni, tengi fyrir þvottavél og þurrkara í hentugri vinnuhæð, innréttingar/skápar ofan og neðan við vélarnar.   Sérmerkt bílastæði framan við húsið (bílastæðið næst íbúðinni) tilheyrir þessari íbúð. Íbúðinni fylgir rúmgóð  sérgeymsla (6,9 fm) á jarðhæð. Snjóbræðsla er í tröppum og framan við inngang íbúðarinnar. Þakjárn hússins var yfirfarið og málað árið 2018. Húsið var múrviðgert og málað að utanverðu árið 2018 Raflagnir innan íbúðar voru endurnýjaðar árið 2020. Falleg íbúð á rólegum og fjölskylduvænum stað - stutt í alla helstu verslun og þjónustu, leik og grunnskóli í allra næsta nágrenni. Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]
NÝLEGAR EIGNIR
Merkjateigur 1 270 Mosfellsbær
Merkjateigur 1
Fjölbýli / 3 herb. / 85 m2
69.900.000Kr.
Fjölbýli
3 herb.
85 m2
69.900.000Kr.
Opið hús: 28. janúar 2025 kl. 16:30 til 17:00. Opið hús þriðjudaginn 28. janúar frá kl 16:30 til 17:00 - Merkjateigur 1, 270 Mosfellsbær Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu: Falleg og alveg endurnýjuð 3ja herbergja íbúð með sérinngangi í nýlega uppgerðu tvíbýli við Merkjateig í Mosfellsbæ. Eignin hefur verið endurnýjuð að innan sem utan. Húsið var múrviðgert og málað að utanverðu árið 2024. Frárennslislagnir hússins voru endurnýjaðar árið 2017. Neysluvatnslagnir innan íbúðar voru endurnýjaðar árið 2024. Raflagnir og rafmagnstafla innan íbúðar var endurnýjuð árið 2024. Þakjárn hússins var endurnýjað árið 2021. Fjölskylduvænt hverfi þar sem stutt er í alla þjónustu í göngufæri við íþróttamiðstöð við Varmá og vinsælt útisvæði við Stekkjarflöt. Gólfhiti er í allri íbúðinni.     Lýsing eignar:  Forstofa : Flísar á gólfi, tengir saman rými íbúðarinnar.  Eldhús : Falleg ný sandlituð innrétting frá Fríform með góðu skápa og vinnuplássi, Öll heimilistæki ný s.s. spanhelluborð, ísskápur með frysti og uppþvottavél.  Setustofa : Opin við eldhús, Vínylparket á gólfi, gólfsíðir gluggar og útgengi á verönd sem snýr í vestur.  Baðherbergi : Flísar á veggjum og gólfi, ljós innrétting undir vaski, flísalögð sturta með glerhlið sem gengið er slétt inní, vegginnfelld blöndunartæki, upphengt salerni, handklæðaofn, útgengi á verönd sem snýr í austur. Gert hefur verið ráð fyrir heitum potti á veröndina, ídráttarrör fyrir vatnslagnir eru til staðar.   Hjónaherbergi : Rúmgott herbergi, vínylparket á gólfi,  Barnaherbergi : gott herbergi, vínylparket á gólfi.  Þvottahús/geymsla: innan íbúðar, flísar á gólfi, innrétting með plássi fyrir þvottavél og þurrkara ásamt kústaskáp.   Útisvæði : Stór garður fylgir eigninni ásamt sér bílastæði fyrir 2-3 bíla. Stór og góð verönd í austur. Stutt í alla þjónustu. Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected] Þórður Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 896-4015 / [email protected]
NÝLEGAR EIGNIR
Melabraut 28 170 Seltjarnarnes
Melabraut 28
Hæð / 3 herb. / 164 m2
142.000.000Kr.
Hæð
3 herb.
164 m2
142.000.000Kr.
Eignin er seld með fyrirvara. Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir: Afar falleg og mikið endurnýjuð efri hæð með sérinngangi og glæsilegu útsýni í nýviðgerðu húsi á eftirsóttum stað við Melabraut á Seltjarnarnesi. Búið er að innrétta mjög snyrtilega og vel skipulagða stúdíóíbúð í bílskúrnum sem tilheyrir eigninni. Eignin er 164 fm, þar af bílskúr 29 fm og geymsla í kjallara 3,5 fm. Mjög rúmgott geymsluloft yfir hæðinni fylgir einnig þessum eignarhluta. Bókið skoðun hjá Ólafi M. Ólafssyni löggiltum fasteignasala í síma 865-8515 eða á netfanginu [email protected] Lýsing eignar: Komið inn um sérinngang af útitröppum við innkeyrslu hússins. Stigagangur er teppalagður, og stigapallur er rúmgóður og hefur verið tengt fyrir þvottavél og þurrkara á stigapalli framan við íbúðina sjálfa Forstofa: flísar á gólfi, fataskápar. Eldhús: á hægri hönd þegar komið er inn í íbúðina, flísar á gólfi, ljóslituð sprautulökkuð viðarinnrétting og hvítir efri skápar, gott skápa og vinnupláss, borðkrókur með veggáföstum bekkjum, gluggar. Borðstofa: rúmgóð og björt, harðparket á gólfi með fiskibeinamunstrti, útgengt á svalir með glæsilegu útsýni sem snúa að Melabrautinni til vesturs. Setustofa: opin við borðstofu og sjónvarpsstofu, harðparket á gólfi með fiskibeinamunstri, glæsilegt útsýni til suðurs. Sjónvarpsstofa: mjög rúmgóð stofa sem snýr inn í garðinn til norðurs, harðparket á gólfi, væri unnt að loka af og búa til fjórða svefnherbergi íbúðarinnar er þörf væri á. Svefnálma er með þremur herbergjum (teppalögð 2021), baðherbergi og útgengi á viðrunarsvalir sem snúa inn í garðinn í suðaustur. Herbergi 1: mjög rúmgott herbergi, nýleg teppi á gólfi, fataskápar. Herbergi 2: gott barnaherbergi, nýleg teppi á gólfi, fataskápar. Herbergi 3: minna barnaherbergið, nýleg teppi á gólfi. Baðherbergi: nýlega endurnýjað, flísar á veggjum og gólfi, baðkar með vegginnbyggðum bað og sturtublöndunartækjum, innfelld vegghilla, upphengt salerni, þrefaldur fataskápur á vegg, handklæðaofn, gluggi. Stúdíóíbúð: Afar vel skipulögð og nýtt. Alrými með litlum eldhúskrók er fremst þegar komið er inn, harðparket á gólfi, gluggi í eldhúsi og tengi fyrir þvottavél. Baðherbergi er með flísum á veggjum og gólfi, og sturtuklefa með glerhlið sem gengið er slétt inní, upphengt salerni, grá viðarinnrétting undir vaski, gluggi. Svefnkrókur innst, fatahillur og hengi á vegg, harðparket á gólfi. Gluggafrontur og hurð og gluggar meðfram suðurhliðinni voru allt endurnýjaðir árið 2022. Neysluvatnslagnir og raflagnir voru lagðar nýjar í bílskúrinn þegar stúdíóíbúðin var innréttuð árið 2022. Viðhald/endurbætur á húsinu Húsið var múrviðgert og málað að utanverðu árið 2022 Þakjárn yfirfarið og málað og járn endurnýjað að hluta árið 2022 Neysluvatnslagnir innan íbúðar hafa verið endurnýjaðar, fyrir eldhús árið 2021 og á baðherbergi fyrir um 10 árum síðan. Rafmangstafla í sameign endurnýjuð árið 2022 og tengt fyrir bílhleðslu. Sameiginlegur sólpallur smíðaður aftan við húsið árið 2023. Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]
NÝLEGAR EIGNIR
Auðbrekka - byggingarlóð 7 200 Kópavogur
Auðbrekka - byggingarlóð 7
Lóð / 0 herb. / 440 m2
315.000.000Kr.
Lóð
0 herb.
440 m2
315.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu - Byggingarréttur við Auðbrekku 7 í Kópavogi Lýsing eignar:   Á lóðinni er í dag iðnaðarhúsnæði á tveimur hæðum, húeignin er í heild 440 fm, en í deiliskipulagi er heimilt að byggja allt að 2.000 fm á lóðinni. Á lóðinni við Auðbrekku 7 er í núgildandi deiliskipulagi (samþykkt á fundi skipulagsráðs 19. febrúar 2018) og síðar breyttu deiliskipulagi (staðfest á fundi bæjarstjórnar 27. febrúar 2018)  heimilt að reisa 2.000 fm hús, þar af er bílakjallari á neðstu hæð 435 fm. Heimilt er að skipta húsinu upp í 10 íbúðir , og gert er ráð fyrir atvinnustarfsemi á jarðhæð. Um er að ræða byggingarmöguleika á afar vel staðsettri lóð í hjarta höfuðborgarsvæðisins, stutt í alla helstu verslun og þjónustu og einnig er örstutt í allar helstu stofnæðar borgarinnar. https://skipulagsaaetlanir.skipulagsstofnun.is/skipulagvefur/DisplayDoc.aspx?itemid=136365922451227154401    Mikil uppbygging hefur átt sér stað á þessu svæði á undanförnum árum og við Nýbýlaveg neðan við húsið hafa risið íbúðablokkir með atvinnuhúsnæði á jarðhæð. Samskonar framtíðarsýn er fyrir Auðbrekkuna.     Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / [email protected] Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]
NÝLEGAR EIGNIR
Miðhraun 22 210 Garðabær
Miðhraun 22
Atvinnuhúsnæði / 5 herb. / 421 m2
189.000.000Kr.
Atvinnuhúsnæði
5 herb.
421 m2
189.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu:      Gott og vel staðsett iðnaðarhúsnæði við Miðhraun 22 í Garðabæ - um er að ræða endabil sem er á tveimur hæðum að hluta, samtals skráð 421,5 fm. Vélsmiðja hefur verið rekin í húsnæðinu frá upphafi. Tæki og tól til rekstrar vélsmiðjunnar eru einnig til sölu en fylgja ekki húsnæðinu. Bókið skoðun hjá Ólafi M. Ólafssyni löggiltum fasteignasala s. 865-8515 / [email protected] Nánari lýsing:  Gengið inn í húsnæðið að sunnanverðu, inngangshurðir eru til sitthvorrar handar sem liggja inn í jarðhæðarhlutann. Steyptur stigi er uppá efri hæð húsnæðisins.  Efri hæð: skrifstofuhúsnæði - 139,6 fm Komið inn í rúmgott og bjart alrými með aukinni lofthæð og stórum gaflgluggum til vesturs, harðparket á gólfi. Saumastofa er rekin í þessum hluta húsnæðisins. Geymsla/þvottahús þar sem er einnig sturtuklefi. Á hægri hönd þegar komið er upp á efri hæð húsnæðisins er stórt alrými, þar er eldhús með svartri viðarinnréttingu og harðparketi á gólfi. Gluggar á tveimur hliðum, salerni  er við hlið eldhússins. Neðri hæð: iðnaðarhúsnæði - 281,9 fm - í þessum hluta húsnæðisins er rekin vélsmiðja Salerni og skipti/búningsaðstaða fyrir starfsfólk, þar er einnig salernisaðstaða Opið vinnusvæði sem nær allan hringinn í kringum stigahúsið, í austurhlutanum er lofthæðin upp í mæni um 5 metrar. Stórar innkeyrsludyr með um fjögurra metra lofthæð. (að auki er búið að slá upp geymslu millilofti innst í húsnæðinu til móts við innkeyrsludyrnar sem er ekki skráð í birta fermetratölu eignarinnar. Stálstigi er upp á loftið. Húsið var byggt árið 1999, húsið er staðsteypt og klætt að utan með stálklæðningu. Lóðin er snyrtilega frágengin með malbikuðum bílastæðum meðfram húsinu. Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / [email protected] Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]
NÝLEGAR EIGNIR
Reynimelur 57 107 Reykjavík
Reynimelur 57
Hæð / 3 herb. / 119 m2
84.500.000Kr.
Hæð
3 herb.
119 m2
84.500.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu: Falleg og mjög rúmgóð 3ja herbergja 119 fm íbúð með sérinngangi í afar glæsilegu og nýlega viðgerðu húsi við Reynimel 57 í Vesturbænum. Húsið teiknaði Halldór H. Jónsson arkitekt. Eign 0001 er 119 fm (þar af geymsla 3 fm) Bókið skoðun hjá Ingibjörgu Þórðardóttur löggiltum fasteignasala í síma 864-8800 / [email protected] Lýsing eignar: Sérinngangur  er í íbúðina við innkeyrslu að bílskúr á vesturhlið hússins. Forstofa : flísar á gólfi. Hol : tengir saman rými íbúðarinnar. Setustofa : mjög rúmgóð og björt, dúkur á gólfi, opin við borðstofu. Borðstofa : opin við setustofu, dúkur á gólfi, unnt er að loka á milli setu- og borðstofu með vegg útdraganlegum hurðum. Unnt væri að færa eldhúsið inn í stofu og nýta eldhúsið sem annað svefnherbergi íbúðarinnar. Eldhús : mjög rúmgott, korkur á gólfi, eldri viðarinnrétting, borðkrókur, gluggar. Einnig er hurð úr eldhúsi inn í forstofu. Svefnherbergi : rúmgott herbergi, korkflísar á gólfi, fataskápar. Einnig eru skápar á gangi framan við herbergið.  Baðherbergi : flísar á gólfi og hluta veggja, flísalagður sturtuklefi með glerhliðum, hvít innrétting undir vaski, gluggi.  Sérinngangur er í neðri íbúðina frá vesturhlið hússins en einnig er innangengt milli hæða um steyptan stiga af sameignargangi. Íbúðinni fylgir geymsla (merkt 0004 á kjallaragangi sem er 3 fm), innangengt á ganginn úr íbúð. Þvottahús : sameiginlegt þvottahús í kjallara er í sameign tveggja eignarhluta (0101 og 0001). Þvottahúsið er rúmgott, efri pallur þvottahúss er flísalagður, neðri pallur er steyptur og málaður. Við innkeyrsluna að bílskúrnum er einnig sérinngangur inn á gang sameignar hæða 0101 og 0001 sem er flísalagður. Viðhald/endurbætur - Húsið var múrviðgert og málað að utanverðu sumarið 2023 - Klóaklagnir undir húsi voru endurnýjaðar 2020/2021 - Drenað við húsið norðanmegin árið 2020/2021 - Þakjárn hússins var yfirfarið og klæðning undir risgluggum endurnýjuð eftir þörfum árið 2023. Einstaklega vegleg eign á eftirsóttum stað í Vesturbænum - stutt í skóla, leikskóla og Háskóla Íslands sem og alla helstu verslun og þjónustu. Kaffi Vest, Melabúðin og Sundlaug Vesturbæjar í göngufæri - íþróttasvæði KR í næsta nágrenni Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali  s. 864-8800 / [email protected] Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]
NÝLEGAR EIGNIR
Reynimelur 57 107 Reykjavík
Reynimelur 57
Hæð / 5 herb. / 187 m2
178.000.000Kr.
Hæð
5 herb.
187 m2
178.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu:   Afar glæsileg neðri sérhæð og bílskúr ásamt rúmgóðum geymslum í kjallara í afar reisulegu, fallegu og nýlega viðgerðu húsi við Reynimel 57 í Vesturbænum. Húsið teiknaði Halldór H. Jónsson arkitekt. Eignin er 187,3 fm (þar af hæðin sjálf 151 fm og geymslur í kjallara 3,9 fm, 1,2 fm og 7,4 fm) og bílskúr við húsið 23,8 fm. Bókið skoðun hjá Ólafi M. Ólafssyni löggiltum fasteignasala í síma 865-8515 / [email protected] Lýsing eignar:  Gangstétt framan við húsið er með hitalögn. Gengið inn um sérinngang af steyptum útitröppum. Forstofa : flísar á gólfi. Gestasalerni : við forstofu, línóleumdúkur á gólfi, gluggi.  Hol : parket á gólfi, tengir saman rými hæðarinnar Setustofa : mjög rúmgóð og björt, teppi á gólfi, opin við borðstofu, unnt er að loka á milli borðstofu og setustofu með fallegum vegg útdraganlegum hurðum með gleri. Borðstofa : rúmgóð og björt, parket á gólfi, útgengt á stórar  svalir sem snúa í suðvestur, af svölunum eru steyptar tröppur sem liggja niður í garð hússins sem er að mestu tyrfður. Eldhús : korkflísar á gólfi, dökk viðarinnrétting, flísalagt á milli efri og neðri skápa, gott skápa og vinnupláss, stór borðkrókur, gluggi, úr eldhúsi eru hurðir á sitthvora höndina inná svefngang hæðarinnar og inn í borðstofu.  Unnt væri að færa eldhúsið inn í borðstofu og nýta eldhúsið sem fjórða svefnherbergi hæðarinnar. Herbergi 1 : hjónaherbergi á svefngangi, parket á gólfi, innbyggðir fataskápar.   Herbergi 2 : rúmgott herbergi, teppi á gólfi. Herbergi 3 : mjög rúmgott herbergi við forstofu (Kontor á teikningu), parket á gólfi. Tvöföld falleg vængjahurð við hol, einnig hefðbundin inngönguhurð við forstofu.  Baðherbergi : flísar á veggjum, dúkur á gólfi, sturtuklefi með flísalögðum sturtubotni, vegg innfelldur skápur, innrétting undir vaski, gluggi. Möguleiki er á að stækka baðherbergi inn í svefnherbergi í stað innbyggðra fataskápa. Léttur veggur skilur þessi rými að. Fallegir loftlistar og viðargerefti um hurðir setja mikinn og fallegan svip á íbúðina.  Tveir innbyggðir skápar  með hefðbundnum inngönguhurðum eru í holinu. Eigninni fylgir geymsla í kjallara merkt 0003 undir útitröppum. Eigninni fylgja einnig tvær aðrar geymslur í kjallara hússins, það er geymsla 0005 (1,2 fm) undir innistiga þar sem hefur verið komið fyrir salerni, og  geymsla 0006 (7,4 fm). Hæðinni fylgir bílskúr sem er við húsið Reynimelsmegin, hiti og rennandi vatn, gluggar aftast, hillur og skápar á vegg. Uppphituð innkeyrslan framan við bílskúrinn tilheyrir eigninni. Þvottahús:  sameiginlegt þvottahús í kjallara er í sameign tveggja eignarhluta (0101 og 0001). Þvottahúsið er rúmgott, innfelldir veggskápar með þvottalúgu af efri hæð. Efri pallur þvottahúss er flísalagður, neðri pallur er steyptur og málaður. Við innkeyrsluna að bílskúrnum er einnig s érinngangur inn á gang sameignar hæða 0101 og 0001 sem er flísalagður. Viðhald/endurbætur - Húsið var múrviðgert og málað að utanverðu sumarið 2023 - Klóaklagnir undir húsi voru endurnýjaðar 2020/2021 - Drenað við húsið norðanmegin árið 2020/2021 - Þakjárn hússins var yfirfarið og klæðning undir risgluggum endurnýjuð eftir þörfum árið 2023. Einstaklega vegleg eign á eftirsóttum stað í Vesturbænum - stutt í skóla, leikskóla og Háskóla Íslands sem og alla helstu verslun og þjónustu. Kaffi Vest, Melabúðin og Sundlaug Vesturbæjar í göngufæri - íþróttasvæði KR í næsta nágrenni Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / [email protected] Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]
NÝLEGAR EIGNIR
Höfðavegur 45 900 Vestmannaeyjar
Höfðavegur 45
Einbýli / 6 herb. / 169 m2
Tilboð
Einbýli
6 herb.
169 m2
Tilboð
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir: Fallegt og vel skipulagt einbýlishús á einni hæð með áföstum bílskúr við Höfðaveg í Vestmannaeyjum Eignin er 169,8 fm, þar af bílskúr 33,7 fm. Lýsing eignar: Forstofa : flísar á gólfi. Eldhús : flísar á gólfi, hvít sprautulökkuð innrétting, gott skápa og vinnupláss, borðkrókur, gluggi með fallegu útsýni á Heimaklett. Borðstofa : opin að hluta við eldhús og alveg opin við stofu, parket á gólfi, útsýni  að Dalfjalli. Setustofa : rúmgóð og björt, flísar á gólfi, útgengi á afgirta timburverönd sem snýr í suður. Herbergi 1 : við sjónvarpshol, parket á gólfi. Svefnálma. Þrjú herbergi, baðherbergi og fataskápar. Herbergi 2: parket á gólfi. Herbergi 3 : hjónaherbergi, parket á gólfi, fataskápar. Herbergi 4: lítið herbergi sem er   opið við svefnálmu, væri unnt að setja hurð. Baðherbergi : flísar á veggjum og gólfi, hvít innrétting undir vaski og efri skápar, hornsturtuklefi, gluggi. Þvottahús : flísar á gólfi, innrétting með skolvaski, innrétting með tengjum fyrir vélar í þægilegri vinnuhæð, gluggar, í þvottahúsið er einnig inngangur í húsið sem snýr að innkeyrslunni við húsið austanmegin. Afar fallegur og vel hirtur verðlaunagarður er umhverfis húsið, tyrfður að framan og timburpallar og hellulagt sunnan við húsið. Hellulögð stétt framan við aðalinngang hússins. Innkeyrsla er hellulögð að hluta og steypt næst bílskúrnum. Bílskúr er áfastur við húsið. Skúrinn er rúmgóður með hita, rafmagni og rennandi vatni. Bílskúrshurð og hefðbundin inngönguhurð. Gluggar á hliðinni sem snúa inn í garðinn og til austurs.  Nánari upplýsingar á skrifstofu Híbýla í síma 585-8800 eða á netfanginu [email protected] Ingibjörg Þórðardóttir löggiltur fasteignasali s. 864-8800 / [email protected] Ólafur Már Ólafsson löggiltur fasteignasali s. 865-8515 / [email protected]

Ertu í söluhugleiðingum?

Fáðu ráðgjöf hjá löggiltum fasteignasölum, skráðu þínar upplýsingar hér fyrir neðan og við höfum samband.

Takk fyrir skráninguna

NÝLEGAR EIGNIR

Bollagarðar 119 170 Seltjarnarnes
Bollagarðar 119
Einbýli / 8 herb. / 250 m2
230.000.000Kr.
Einbýli
8 herb.
250 m2
230.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir:     Afar glæsilegt og vel skipulagt einbýlishús á tveimur...
Vatnsstígur 14 101 Reykjavík
Vatnsstígur 14
Fjölbýli / 4 herb. / 127 m2
130.000.000Kr.
Fjölbýli
4 herb.
127 m2
130.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu:     Afar falleg og vel skipulögð 4ra herbergja...
Gnípuheiði 7 200 Kópavogur
Gnípuheiði 7
Fjölbýli / 3 herb. / 80 m2
72.500.000Kr.
Fjölbýli
3 herb.
80 m2
72.500.000Kr.
Opið hús: 27. janúar 2025 kl. 16:30 til 17:15. Opið hús mánudaginn 27. janúar frá kl 16:30 til 17:15 -...
Merkjateigur 1 270 Mosfellsbær
Merkjateigur 1
Fjölbýli / 3 herb. / 85 m2
69.900.000Kr.
Fjölbýli
3 herb.
85 m2
69.900.000Kr.
Opið hús: 28. janúar 2025 kl. 16:30 til 17:00. Opið hús þriðjudaginn 28. janúar frá kl 16:30 til...
Melabraut 28 170 Seltjarnarnes
Melabraut 28
Hæð / 3 herb. / 164 m2
142.000.000Kr.
Hæð
3 herb.
164 m2
142.000.000Kr.
Eignin er seld með fyrirvara. Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir: Afar falleg og mikið...
Auðbrekka - byggingarlóð 7 200 Kópavogur
Auðbrekka - byggingarlóð 7
Lóð / 0 herb. / 440 m2
315.000.000Kr.
Lóð
0 herb.
440 m2
315.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu - Byggingarréttur við Auðbrekku 7 í Kópavogi...
Miðhraun 22 210 Garðabær
Miðhraun 22
Atvinnuhúsnæði / 5 herb. / 421 m2
189.000.000Kr.
Atvinnuhúsnæði
5 herb.
421 m2
189.000.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu:      Gott og vel staðsett iðnaðarhúsnæði...
Reynimelur 57 107 Reykjavík
Reynimelur 57
Hæð / 3 herb. / 119 m2
84.500.000Kr.
Hæð
3 herb.
119 m2
84.500.000Kr.
Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu: Falleg og mjög rúmgóð 3ja herbergja 119 fm...

OPIN HÚS

Opið hús: 27. janúar frá kl: 16:30 til 17:15
Gnípuheiði 7
200 Kópavogur
Fjölbýli 3 herb. 80 m2 72.500.000 Kr.
Opið hús: 27. janúar 2025 kl. 16:30 til 17:15. Opið hús mánudaginn 27. janúar frá kl 16:30 til 17:15 - Gnípuheiði 7, 200 Kópavogur - íbúð 0101  Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir: Falleg, björt og mjög mikið endurnýjuð 3ja herbergja íbúð með sérinngangi í góðu fjölbýlishúsi við Gnípuheiði í Kópavogi Afgirtur og skjólgóður timburpallur sem snýr í suður er við íbúðina. Fallegt útsýni yfir Kópavog til suðurs og að Bláfjöllum er úr íbúðinni. Lýsing eignar: Forstofa : Harðparket á gólfi, fataskápur. Setustofa : Rúmgóð og björt stofa, harðparket á gólfi, útgengt á skjólgóðan timburpall með...
Opið hús: 28. janúar frá kl: 16:30 til 17:00
Merkjateigur 1
270 Mosfellsbær
Fjölbýli 3 herb. 85 m2 69.900.000 Kr.
Opið hús: 28. janúar 2025 kl. 16:30 til 17:00. Opið hús þriðjudaginn 28. janúar frá kl 16:30 til 17:00 - Merkjateigur 1, 270 Mosfellsbær Híbýli fasteignasala s. 585-8800 kynnir í einkasölu: Falleg og alveg endurnýjuð 3ja herbergja íbúð með sérinngangi í nýlega uppgerðu tvíbýli við Merkjateig í Mosfellsbæ. Eignin hefur verið endurnýjuð að innan sem utan. Húsið var múrviðgert og málað að utanverðu árið 2024. Frárennslislagnir hússins voru endurnýjaðar árið 2017. Neysluvatnslagnir innan íbúðar voru endurnýjaðar árið 2024. Raflagnir og rafmagnstafla innan íbúðar var endurnýjuð árið 2024. Þakjárn hússins var...

STARFSMENN

Ingibjörg Þórðardóttir
Löggiltur fasteignasali
Björg Ágústsdóttir
Skrifstofa/bókhald
Ólafur Már Ólafsson
Löggiltur fasteignasali / Viðskiptafræðingur M.Sc.
Þórður S. Ólafsson
Löggiltur fasteignasali